Ekki gera þessi mistök á ferðalögum

Stundum koma þjónar með snarl á borð sem maður bað …
Stundum koma þjónar með snarl á borð sem maður bað ekki um og rukka fyrir eftir á. Unsplash.com/Johan Mouchet

Sinn er siður í hverju landi og það er margt sem gæti komið ferðalöngum á óvart þegar þeir ferðast til útlanda. Hér eru nokkur algeng mistök sem forðast má.

Portúgal

Það er varla hægt að fara til útlanda án þess að njóta matar á veitingastað. Í Portúgal ber helst að gæta þess að þjónar komi með á borðið eitthvað sem ekki var beðið um og rukki svo fyrir það eftir á. Það gæti verið snarl á borð við brauð, ólívur sem þeir bera á borð um leið og maður sest og algengt er að viðskiptavinurinn geri ráð fyrir að þurfa ekki að borga fyrir þær kræsingar. Það er því alltaf betra að spyrja áður hvort þetta sé í boði hússins eða ekki. Til þess að forðast að enda uppi með hærri reikning en búist var við.

Spánn

Ekki búast við því að geta fengið þér hádegismat í hádeginu. Flestir Spánverjar borða ekki fyrr en eftir kl 14 og margir veitingastaðir opna fyrst þá.

Flestir sem ferðast til Spánar halda að þeir fái frábæra „paellu“ á hvaða veitingastað sem er. Sú er hins vegar ekki alltaf raunin. Paella er upprunalega frá Valencia. Ef þú ert ekki að fara þangað þá skaltu ekki reikna með að fá alvöru paellu. Alvöru paella er búin til úr kanínukjöti og kjúklingi en alþjóðlega útgáfan er sjávarrétta paella. 

Barcelona

Ef þið eruð í leit að mat í Barcelona þá skuluð þið forðast Römbluna. Ramblan er vinsæl verslunargata með mörgum veitingastöðum og kaffihúsum en hún er líka mikil túristagildra. Þú gætir lent í því að borga mikið fyrir vonda máltíð. Í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Römblunni er hægt að finna mun betri veitingastaði.

Grikkland

Það ber að varast leigubílstjóra á Grikklandi. Þeir eiga það til að rukka ferðamenn meira. Betra er að leigja eigin bíl en ef þú þarft að taka leigubíl þá skaltu fyrst spyrja einhvern heimamann hvað algengt verð sé á farinu.

Ítalía

Á Ítalíu er ekki til siðs að panta sér kaffi til þess að taka með. Þar er kaffistundin tækifæri til þess að staldra við og taka sér pásu frá amstri dagsins. Sértu með kaffi á þönum þá ertu ekki alveg að meðtaka hinn ítalska lífsstíl.

Sviss

Sviss er mikið heimaland margra þekktra úramerkja. Þrátt fyrir það er ekki æskilegt að kaupa sér úr í Sviss. Það eru allar líkur á að úrið sé of hátt verðlagt. Það má kaupa þessi úr alls staðar í heiminum og alveg óþarfi að kaupa þau þar sem þau eiga rætur að rekja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert