Íslensk ungmenni geta ferðast frítt um Evrópu

Íslensk ungmenni geta sótt um að fá að ferðast frítt …
Íslensk ungmenni geta sótt um að fá að ferðast frítt um Evropu í sumar. Ljósmynd/Pexels

Íslensk ungmenni geta nú ferðast frítt um Evrópu í sumar með lest. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur opnað fyrir umsóknir um ferðapassa (Discover EU) sem aðeins í boði fyrir 18 ára ungmenni frá Evrópusambandsríkjum eða ríkjum sem tekur þátt í Erasmu+ verkefninu. 

Í fyrstu umferð verða gefinr út 35 þúsund miðar en umsóknarfrestur er til 21. apríl. Önnur umferð fer fram í október og verða þá jafnmargir miðar gefnir. Miðum verður deilt hlutfallslega jafnt á milli ríkja út frá stærð þeirra. 

Að þessu sinni geta ungmenni fædd á bilinu 1. júlí 2003 og 30. júní 2004 sótt um miða en í október geta þau sem verða 18 ára seinnihluta árs 2022 sótt um miða. 

Verkefnið hefur verið í gangi síðan 2018 en síðan þá hefur ESB gefið alls 130 þúsund ungmennum tækifæri til að kanna álfuna með lest. 

Þau sem næla sér í frímiða geta ferðast á tímabilinu 1. júlí til 30. júní 2023, í allt að 30 daga. Eina sem ungmenni stödd á Íslandi þurfa að gera er að sækja um og greiða svo fyrir flug yfir til meginlandsins sjáld. 

Frímiðinn gildir aðeins í lestir innan Evrópu en í einhverjum tilvikum gildir hann líka í ferjur eða flugvélar. Í umsóknarferlinu þurfa ungmenni að svara sex spurningum á netinu um evrópska menningu og sögu. 

Verkefnið hefur reynst vel en markmiðið er að gefa ungu fólki tækifæri til að ferðast um álfuna, kynnast fjölbreyttri menningu og sögu hvers land fyrir sig.

Hægt er að sækja um frímiða á vef verkefnisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert