Trúlofuðu sig í borg ástarinnar

Avril Lavigne og Mod Sun trúlofuðu sig í París.
Avril Lavigne og Mod Sun trúlofuðu sig í París. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Avril Lavigne og tónlistarmaðurinn Mod Sun eru trúlofuð. Sun fór á skeljarnar í borg ástarinnar, París í Frakklandi. 

„Oui! Je t'aime pour toujours,“ skrifaði Lavigne á frönsku við fallega trúlofunarmynd af þeim við bakka árinnar Signu með Eiffel turninn í bakgrunni. Setningin þýðir á íslensku „Já! Ég mun elska þig að eilífu“.

Við færlsuna skrifaði hún að þau hefðu trúlofað sig sunnudaginn 27. mars síðastliðinn. 

Fyrst fréttist af sambandi þeirra Lavigne og Sun í febrúar á síðasta ári en þau höfðu verið saman um nokkurt skeið þá. Þetta er þriðja trúlofun söngkonunnar sem var gift Deryck Whibley frá 2006 til 2010. Stutu eftir skilnaðinn var hún í sambandi með Brody Jenner, en seinna giftist hún söngvaranum Chad Kroeger. Þau skildu. Hún var svo í sambandi með milljarðamæringnum Phillip Sarofim en þau hættu saman árið 2019.

Sun hefur áður verið í sambandi með Bellu Thorne og Tönu Mongeau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert