„London, París, Róm?“ syngur Eurovisionstjarnan Selma Björnsdóttir líklega ekki þessa dagana eins og Páll Óskar Hjálmtýsson forðum. „Amsterdam, Napóli,“ syngur Selma frekar. Selma er í Evrópureisu með kærasta sínum, fjölmiðlamanninum Kolbeini Tuma Daðasyni.
Selma og Kolbeinn Tumi hófu helgina í Amsterdam. Selma kom fram á tónleikum í Amsterdam með Eurovisionstjörnunni Friðriki Ómari Hjörleifssyni. Þau komu fram á viðburði á vegum aðdáendafélags Eurovision í Hollandi. Kolbeinn Tumi skellti sér með kærustunni.
Nokkrum dögum seinna var parið mætt til Napólí á Suður-Ítalíu. Napólí hefur verið einstaklega vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga að undanförnu en hægt er að fljúga beint frá Keflavík til Napólí með Wizzair.
Selma lét fylgjendur sína vita þegar þau mættu til Napólí.
Parið var ánægt með Amsterdam og birti Selma kærustuparamynd af sér og Kolbeini Tuma.
Friðrik Ómar var í Amsterdam með Selmu og birti mynd af þeim halda uppi Eurovisionstuði í Hollandi.