Bílastæði við Keflavíkurflugvöll eru nú í fullri notkun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia sem send var út um hádegisbil í dag. Isavia hvetur þau sem eru á leið til útlanda að nýta aðra samgöngumáta, líkt og hópbifreiðar, leigubíla og strætó, eða að láta skutla sér.
Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki fyllst yfir páskana síðastliðin tvö ár vegna faraldursins.
Fyrr í þessari viku sendi Isavia frá sér tilkynningu um að bílastæðin við flugvöllinn gætu fyllst nú um páskana. Voru farþegar hvattir til að bóka sér bílastæði í bókunarkerfi á vef Keflavíkurflugvallar til að tryggja sér stæði um páskana og á betri kjörum en þegar greitt er við hlið.