17. júní fagnað í Tívolí í Köben

Það verður íslensk stemning í Tivoli Celebrates 17. júní.
Það verður íslensk stemning í Tivoli Celebrates 17. júní. Ljósmynd/Íslandsstofu

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní verður í ár hluti af hátíðardagskrá Tívolís í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Tivoli Celebrates.

 Þjóðhátíðardaginn ber upp á föstudag, og á föstudögum er alltaf mikið um að vera í Tívolí og von á fjölda gesta. Í tilefni dagsins verður vegleg kynning á Íslandi, íslenskri menningu og hefðum, og garðurinn skreyttur í íslensku fánalitunum.

Leikarinn og uppistandarinn Villi Neto mun stíga á stokk auk Íslendingakóranna Dóttur og Hafnarbræðra. Textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir (Ýrúarí) verður með vinnustofu. Boðið verður upp á Íslandsköku eftir íslenskan kökugerðarmeistara á kaffihúsinu Cakenhagen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert