Skellti sér á sjóþotu ólétt

Britney Spears skellti sér til Mexíkó.
Britney Spears skellti sér til Mexíkó. AFP

Tón­list­ar­kon­an Brit­ney Spe­ars og unnusti henn­ar, leik­ar­inn Sam Asghari, njóta þess að ferðast og vera til áður en þau eign­ast barn sam­an. Tur­tildúf­urn­ar voru stadd­ar í róm­an­tísku fríi í Mexí­kó í vik­unni. 

Spe­ars sást leika sér á sjóþotu (e. Jet Ski) í Cabo San Lucas í Mexí­kó á mánu­dag­inn að því fram kem­ur á vef Daily Mail. Unnusti henn­ar skemmti sér sömu­leiðis vel á tryl­li­tæk­inu. Þau sáust einnig njóta þess að vera á fal­legri strönd­inni í góðum fé­lags­skap. Staður­inn er þekkt­ur fyr­ir að vera í upp­á­haldi hjá stjörn­un­um enda stutt frá Kali­forn­íu. 

Spe­ars og Asghari trú­lofuðu sig í sept­em­ber eft­ir fimm ára sam­band. Þau eiga núna von á sínu fyrsta barni sam­an. Tón­list­ar­kon­an var í víðum hvít­um bol á strönd­inni svo ekki sást móta fyr­ir kúl­unni í Mexí­kó. 

Unnustinn Sam Asghari var með Spears í Mexíkó.
Unnust­inn Sam Asghari var með Spe­ars í Mexí­kó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka