Veitingastaðurinn Maika'i verður opnaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í næsta mánuði. Um er að ræða pop-up stað sem verður beint fyrir utan fríhöfnina.
Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Maika'i, segir í samtali við mbl.is að þau hafi fengið 12 mánaða samning og að þau vonist til að opna um miðjan mánuðinn eða fyrr.
Á Maika'i eru seldar acai-skálar sem hafa verið gríðarlega vinsælar á undanförnum árum. Í dag er Maika'i til húsa í Hafnartorgi og Smáralind, og eru einnig sölustaðir í Háskólanum í Reykjavík og í World Class í Laugum og Kringlunni.