Ráð til að finna ódýrt flug

Flugvél Primera Air. Mynd úr safni.
Flugvél Primera Air. Mynd úr safni.

Með hækkandi sól fara margir að huga að utanlandsferðum. Nicky Kelvin, stjórnandi The Points Guy, fór í viðtal við Condé Nast Traveller á dögunum og gaf góð ferða- og sparnaðarráð.

Kelvin segir það algenga mýtu að bíða þurfi fram á síðustu stundu með að bóka flug til að fá besta verðið. Þvert á móti mælir Kelvin með því að fólk bóki flug tímanlega en það geti þó skipt máli hvert ferðinni er heitið.

Hann segir að meiri líkur séu á góðu tilboði með stuttum fyrirvara á styttri flugleiðum innan Evrópu þar sem lengri flug séu frekar uppbókuð.

Að sögn Kelvins er mikilvægast að vera sveigjanlegur með flugfélög og flugtíma. Hann mælir einnig með leitarvélum eins og Google Flights eða Skyscanner þar sem fólk getur valið að fá sendar tilkynningar í hvert sinn sem verð á valinni flugleið eða flugtíma breytast. Þar er líka hægt að gera verðsamanburð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka