Trylltustu „OMG!“ húsin á Airbnb

Kellogg Doolittle er frægt hús í klettum Kaliforníu. Húsið var …
Kellogg Doolittle er frægt hús í klettum Kaliforníu. Húsið var hannað af Ken Kellogg og John Vugrin og er alveg einstakt. Ljósmynd/airbnb.is

Airbnb kynnti á dögunum nýjung á heimasíðu sinni, en nú getur fólk valið húsnæði út frá fjölmörgum flokkum eins og hönnunarheimili, heimskautaslóðir og hellar. Flokkurinn „Vá!“ eða „OMG!“ hefur vakið mikla athygli en þar má finna einstakar eignir. 

Við tókum saman 5 magnaðar eignir sem vert er að skoða. 

Kalifornía, Bandaríkin

Þetta einstaka hús er að finna í klettum Kaliforníu. Húsið var hannað af Ken Kellogg og John Vugrin árið 1980 og hefur meðal annars komið fram í tímaritum eins og Architectural Digest og Dwell. Eignin er rúmlega 430 fm og kostar nóttin 8.500 dollara, sem gera rúmlega 1.1 milljón íslenskar krónur. 

Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is

Viken, Noregur

Þennan 175 fm kofa má finna í fjöllum Noregs, en hann er staðsettur við rætur fjallasvæðisins Hardengervidda og er um 900 metra yfir sjávarmáli. Einstakt umhverfi er í kringum kofann en úr honum er 270° útsýni yfir óskerta náttúru. Nóttin er á 193 dollara, eða rúmlega 25 þúsund krónur. 

Einstök eign umvafin fallegri náttúru í Viken, Noregi
Einstök eign umvafin fallegri náttúru í Viken, Noregi Ljósmynd/Nadia Norskott
Ljósmynd/Nadia Norskott
Ljósmynd/Nadia Norskott

Oaxaca, Mexíkó

Þetta fallega hús er staðsett við strönd Oaxaca í Mexíkó. Húsið var hannað af Alberto Calleja og er 380 fm að stærð. Nóttin er á 600 dollara, eða tæplega 80 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is

Andalúsía, Spánn

Hér má sjá einstaka 250 fm villu með mögnuðu útsýni yfir sjóinn. Nóttin er á 1.167 dollara, eða rúmlega 150 þúsund krónur. 

Ótrúlegt útsýni við sjóinn í Andalúsía, Spáni.
Ótrúlegt útsýni við sjóinn í Andalúsía, Spáni. Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is

Cárdoba, Spánn

Við rætur Sierra Morena fjallagarðsins á Spáni má finna þetta einstaka hús sem byggt er inn í helli. Arkitektúrsstofan UMMO Estudio sá um hönnun hússins sem er einstök og fellur vel við kalksteininn sem sjá má í lofti og veggjum hússins. Nóttin er á 235 dollara, sem eru rúmlega 30 þúsund krónur. 

Svíta í helli á Spáni
Svíta í helli á Spáni Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert