Sögðu skilið við áreitið og héldu á vit ævintýranna

Æskuvinirnir Stefán Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson og Óskar Jónasson fara á hverju sumri í ævintýraferðir. Þeir segja skilið við áreiti borgarinnar og halda út í íslenskar óbyggðir. Þar er allra veðra von, þeir sofa undir björtum heimskautahimni, kasta sér naktir í ár og vötn eða í sjóinn sjálfan, villast í þoku... verða hraktir og kaldir. Hluti af ferðalaginu er að taka skemmtilegar myndir en næsta laugardag munu þeir gefa út bókina ARCTIC CREATURES og opna myndlistarsýningu undir sama nafni í Pop Up Gallery í Kolagötu sem er í miðbæ Reykjavíkur.

List er mótuð úr því sem rekur á fjörurnar; gamlir skór, flöskur, litskrúðugt plast og netadræsur. Hrjóstrugt en ægifagurt umhverfið er innblásturinn; dulmagnað andrúmsloftið, saga eyðibýlanna, strandaðir bátar og rekaviður. Kraftur náttúruaflanna er virkjaður; sköpun, eyðilegging og endurfæðing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert