Hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker völdu Castello Brown á Ítalíu fyrir sitt þriðja brúðkaup. Kastalinn, sem var byggður á 16. öld, er staðsettur í fallega sjávarbænum Portofino á Ítalíu. Útsýnið frá honum er stórfenglegt. Portofino er lítill og rómantískur bær og er fullkominn staður til að halda brúðkaup. .
Kastalinn var gamalt vígi hersins frá árinu 1425 samkvæmt heimasíðu Castello Brown. Á 18. öld féll kastalinn í hendur Frakka og sjálfur Napoleon Bonaparte ásamt herliði sínu varði bygginguna fyrir breskum skipum sem áttu leið hjá.
Kastalinn fékk síðar nafnið sitt frá fyrrum eiganda, hinum enska konsúl Montague Yeats Brown sem bjó þar á 19. öld. Það kostar hátt í 5.000 evrur á dag að leigja kastalann, eða um 700.000 íslenskar krónur.
Ítalía hefur verið vinsæll áfangastaður hjá allri Kardashian fjölskyldunni. Kardashian og Barker ferðuðust um Ítalíu á síðasta ári. Það virðist sem að þau hafi fallið fyrir landinu þar sem þau ákváðu að fagna ástinni þar með fjölskyldu sinni og vinum. Þetta var þriðja brúðkaup þeirra hjóna.
Kardashian er ekki sú fyrsta í fjölskyldunni til að gifta sig á Ítalíu. Systir hennar Kim Kardashian og fjöllistamaðurinn Kanye West gengu í hjónaband í Flórens árið 2014.