Ísland næstbesta landið fyrir einhleypar konur

Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson.

Nýleg rannsókn leiddi í ljós að Danmörk væri besta landið fyrir einhleypar konur að búa í. Í rannsókninni voru OECD-ríkin metin og þeim raðað eftir þáttum eins og öryggi, hamingju, framfærslukostnaði, árslaunum og réttindum kvenna. Ísland er hins vegar næst besta landið fyrir konur sem eiga ekki maka.

Í Finnlandi eru einhleypar konur hamingjusamastar, en Finnland hefur verið valið hamingjusamasta land heims síðustu fjögur ár. Sviss er talið öruggasta landið, en þar eru konur einnig með hæstu árslaunin. Ísland býður upp á mestu afþreyinguna, en á sama tíma er framfærslu- og íbúðarkostnaður hæstur hér.

Verstu löndin fyrir einhleypar konur voru Mexíkó, Chile og Suður Kórea. Mexíkó er með lægstu árslaunin á meðan einhleypar konur upplifa sig minnst öruggar í Chile. Suður Kórea var eitt af síðustu löndunum til að gefa konum kosningarétt, eða árið 1948, heilum 55 árum á eftir Nýja Sjálandi sem var fyrst til að gefa konum kosningarétt árið 1893. 

10 bestu löndin fyrir einhleypar konur

1. Danmörk

2. Ísland

3. Eistland

4. Tékkland

5. Austurríki 

6. Finnland

7. Noregur

8. Slóvenía

9. Spánn

10. Lettland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert