Eru þetta ljótustu borgirnar?

Sao Paulo þykir ekki skemmtileg stórborg. Umferðin er í rugli …
Sao Paulo þykir ekki skemmtileg stórborg. Umferðin er í rugli og margir stoppa ekki á rauðu ljósi á nóttunni því það vill forðast að lenda í glæpamönnum. Unsplash.com/Bianca Monteiro

Blaðamaður The Times fer hörðum orðum um nokkrar borgir sem hann telur þær allra ljótustu í heiminum. Við hjá Ferðavef MBL.is vörum við því sem koma skal því í sumum tilfellum er ekki hægt að „afsjá“ ljótleikann.

Charleroi í Belgíu

„Þeir sem hrífast af ryði finna margt við sitt hæfi hér,“ skrifar blaðamaðurin Jamie Lafferty. „Þá er þetta kjörinn staður fyrir þá sem eru að leita að sviðsmynd fyrir næstu Mad Max mynd sem gerist í rigningunni. Hnignun iðnaðarins er meginástæða fyrir því afhverju borgin lítur svona ömurlega út. Það fyndna er að hún getur ekki einu sinni afsakað þetta með því að vera fyrrverandi kommúnistaríki. Hin fallega Bruges er skammt frá en gæti allt eins verið á annarri plánetu!“

Kouvola í Finnlandi

„Þarna virðist andagift og innblástur koma til að deyja. Borgin minnir á biðsal spítala. Þarna er nóg af gráum steinsteypubyggingum. Stundum er borginni líkt við klósett eða norðurkóreiskri leiksýningu, með gælunafnið Kouviet Union. Mottóið þar er allt er vænt sem vel er steypt.“

Fairbanks í Bandaríkjunum

„Ótrúlega litlaus og óeftirminnileg borg sem blessunarlega er umkringd mikilli náttúrufegurð Alaska ríkis. En borgin sjálf er flöt og óeftirtektarverð. Þar er enginn miðbæjarkjarni og fátt til að hafast við.“

Barentsburg í Noregi

„Þessi bær á Svalbarða líkist einna helst fanglesi norðurslóðanna. Hefði það drepið þá að reyna aðeins að hressa svæðið við með einhverju dúndri? Það sem meira er að til þess að viðhalda statusi sínum þá verður Barentsburg að vera með virka kolanámu. Hvað er betra en smá óhreinn iðnaður á annars tandurhreinum stað?“

Kota Kinabalu í Malasíu

„Það má fyrirgefa fólki fyrir að halda að þegar það heimsæki Kota Kiabalu þá taki krúttlegir órangútar vingjarnlega á móti þeim strax og þeir stíga úr flugvélinni. Umkringdir grasi og náttúrufegurð. Þeir verða umsvifalaust fyrir vonbrigðum enda borgin ekkert annað en völundarhús steinsteypu, leiðinlegar verslunarmiðstöðvar og hræðileg umferð. Þeir sem eru með á nótunum forða sér umsvifalaust á nærliggjandi eyjar.“

Sao Paulo í Brasilíu

„Ríó hefur gylltar strendur í massavís, falleg fjöll og hótel í art deco stíl. Ekki Sao Paulo. Það er kannski óumflýjanlegt að stærsta borg Brasilíu sé óheillandi staður. En hún er bara svo rosalega óheillandi að það stingur í augun. Borgin er mjög óörugg sérstaklega á kvöldin því bílar stoppa ekki á rauðu ljósi því þeir eru svo hræddir um að vera rændir. En skammdegið felur að minnsta kosti krassið á veggjum ljótra bygginga. Þá er þar fátt að sjá og umferðin í rugli. Borgin er eins óskilvirk og hún er óáhugaverð.“



Það er ekkert að frétta í Barentsburg í Noregi.
Það er ekkert að frétta í Barentsburg í Noregi. Unsplash.com/Chris Harvard
Umferðaröngþveiti og ljótar byggingar einkenna þessa borg í Malasíu. Betra …
Umferðaröngþveiti og ljótar byggingar einkenna þessa borg í Malasíu. Betra er að dvelja í eyjunum þar í kring. Unsplash.com/Haydn Golden
Gömul iðnaðarborg í Belgíu sem hefur fátt til síns ágætis.
Gömul iðnaðarborg í Belgíu sem hefur fátt til síns ágætis. Unsplash.com/Nicolas Lesoil
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert