Sumarsólstöður í miðri Jökulsá

Anup Gurung og Mirto Menghetti, skipuleggjendur hátíðarinnar.
Anup Gurung og Mirto Menghetti, skipuleggjendur hátíðarinnar. Samsett mynd.

Helgina 24. til 25. júní verður mikið fjör á Norðurlandi þegar Midnight Sun Whitewater hátíðin verður haldin eftir tveggja ára hlé. Hátíðin hefst með miðnæturflúðasiglingu niður ævintýraleg gljúfur Jökulsá-Austari, sem fæstir hafa upplifað að nóttu til. Flúðasigling er mikil skemmtun, en þegar siglt er niður ána blasir stórbrotin skagfirsk náttúra við. 

Ljósmynd/Aðsend.

Þeir Anup Gurung og Mirto Menghetti sjá um að skipuleggja hátíðina. Þeir segja dagskrána sérlega góða í ár. „Þetta verður hasarfull sumarsólstöðuhelgi með lifandi tónlist, frábærum mat, útilegu, verðlaunum og æsilegum keppnum.“ 

Á hátíðinni fer fram hin vinsæla Fire & Ice-keppni, sem er stærsti alþjóðlegi kajaksiglingaviðburður Íslands. Keppnin hefst í Hörgá, og lýkur í Barká, þar sem atvinnumennirnir sigla niður fossa. 

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Viking Rafting

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert