Hvar í heiminum er best að búa?

Bestu lífskjörin eru í San José samkvæmt nýjum lista.
Bestu lífskjörin eru í San José samkvæmt nýjum lista. Samsett mynd

Nútímafólk verður sífellt óhræddara við að flytja á milli landa. Sumir flytjast búferlum frá heimalöndum sínum til að freista gæfunnar á erlendri grundu, prófa eitthvað nýtt og feta framandi slóðir í öðru loftslagi. Aðrir flytja vegna atvinnu eða vonarinnar um bættari lífskjör í öðrum löndum. Hver sem ástæðan er fyrir búferla flutningum fólks á milli landa er staðreyndin sú að það er misjafnt hvað fólk sækist í og hvar og hvernig það vill búa. 

Spænski vefmiðillinn Master Marketing hefur tekið saman lista um 20 bestu borgir heims til að búa í. Það kom á óvart að Reykjavík er ekki ein þeirra á meðan San José hafði vinninginn. 

San José, höfuðborg Kosta Ríka, er þekkt fyrir stórkostlega náttúru. Borgin sameinar annasamt stórborgar líf við friðsældina í fjöllunum og skapar þar með einstakt andrúmsloft. Á Kosta Ríka er spænska opinbert tungumál en þar sem mikil áhersla er lögð á ferðaþjónustu á Kosta Ríka má heyra alls kyns tungumál töluð. Lýðræðismál eru efst á baugi á Kosta Ríka og þykir menntakerfið þar sérlega sterkt. Lágmarkslaun í landinu eru um 730 evrur og er leiguverð á íbúðum á besta stað, miðsvæðis í borginni, um 400 evrur en á afskekktari svæðum um 250 evrur á mánuði. San José er talin vera sú borg sem býður upp á bestu lífsgæðin í Mið-Ameríku og þó víðar væri leitað.   

Ef þú hefur verið að hugsa þér til hreyfings en hefur ekki enn látið vaða þá gæti þessi listi hjálpað þér að finna hina fullkomnu borg til að búa í. Vert er þó að hafa í huga að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. 

1. San José - Kosta Ríka.

2. Montevídeó - Úrúgvæ

3. Monterrey - Mexíkó

4. Boquete - Panama

5. Calgary - Kanada

6. Dresden - Þýskaland

7. Tampere - Finnland

8. George Town - Malasía

9. Cebu - Filippseyjar

10. Da Nang - Víetnam

11. Tromsö - Noregur

12. Belfast - Norður-Írland 

13. Pretoría - Suður-Afríka

14. Malmö - Svíþjóð

15. Differdange - Lúxemborg

16. Aberdeen - Skotland

17. Rotterdam - Holland

18. Dalkey - Írland

19. Vín - Austurríki

20. Barselóna - Spánn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert