Leikkonan Rebel Wilson hefur nú bæst í vaxandi hóp Íslandsvina en hún er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt kærustu sinni, Ramona Agruma. Wilson deildi nýlega mynd á Instagram af sér í einni af náttúrulaugum Íslands þar sem hún synti í miðnætursólinni. Miðað við sundfatnaðinn var henni ekki hlýtt og minnti hann helst á fatasund sem gjarnan er stundað í íslenskum grunnskólum.
Þá birti kærasta Wilson, Agruma mynd af þeim í þyrluferð og ef marka má textann sem hún skrifaði við myndina er parinu heldur kalt.
Wilson greindi frá því fyrr í mánuðinum að hún væri komin með kærustu, en parið hefur verið á ferð og flugi síðan og voru í síðustu viku staddar í hlýjunni á Ítalíu.