Er þetta svalasta gisting landsins?

Nú er hægt að dvelja yfir nótt á Fjallsárlóni.
Nú er hægt að dvelja yfir nótt á Fjallsárlóni. Ljósmynd/Teitur Þorkelsson

Fjalls­ár­lón Ice­berg Boat Tours opnuðu ný­lega fyr­ir mögu­leika á dvöl sér­stök­um hús­bát­um á Fjalls­ár­lóni sem er svo hægt að nota sem sleða yfir vetr­ar­tím­ann. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Steinþór Arn­ar­son seg­ir hug­mynd­ina hafa komið upp ný­lega þegar þau veltu fyr­ir sér hvernig mætti skapa fleiri heils­árs­störf hjá fyr­ir­tæk­inu og fjölga afþrey­ing­ar­mögu­leik­um yfir vet­ur­inn. 

Í viðtali við ferðavef mbl.is seg­ir Steinþór að hús­in hafa vakið mjög mikla at­hygli. „Fólk er mjög spennt og já­kvætt fyr­ir þessu. Ég skil efa­semdaradd­ir en ég held þær hljóðni fljótt þegar fólk sér hvernig þetta er út­fært,“ seg­ir Steinþór. Hann seg­ir einn bát­anna hafa staðið fyr­ir utan þjón­ustu­bygg­ing­una um nokk­urra mánaða skeið núna og að all­ir gest­ir hafi verið mjög áhuga­sam­ir. 

Um­hverf­i­s­vænt og eyk­ur afþrey­ing­ar­mögu­leika

Fjalls­ár­lón er við sunn­an­verðan Vatna­jök­ul á milli Öræfa­jök­uls og Breiðamerk­ur­jök­uls. „Lónið á Fjalls­ár­lóni frýs á vet­urna og þá er ekki hægt að sigla. Þetta er tíma­bil sem er kannski fimm mánuðir. Til að geta boðið upp á heils­árs­störf og haft starfs­fólk árið um kring er mik­il­vægt að vera með starf­semi sem er í gangi þegar lónið er frosið,“ seg­ir Steinþór. 

Steinþór vonast til þess að koma stöðugleika á reksturinn yfir …
Steinþór von­ast til þess að koma stöðug­leika á rekst­ur­inn yfir vet­ur­inn með bát­un­um. Ljós­mynd/​Teit­ur Þorkels­son

Þegar hann sá hug­mynd­ina um Igloo bát­inn, sem er í senn bát­ur og sleði, ákvað hann að láta hug­mynd­ina verða að veru­leika og bjóða upp á lengri dvöl á lón­inu og nýta hús­in í sleðaferðir á lón­inu yfir vet­ur­inn. Hann seg­ir Igloo bát­ana mjög vandaða og um­hverf­i­s­væna, auk þess sem lítið fer fyr­ir þeim. 

„Igloo bát­ur­inn er í senn bát­ur og sleði. Þegar lónið er frosið er hægt að draga sleðann um lónið og bjóða upp á ferð. Hönn­un­in með gler til hliðanna og upp í him­inn ger­ir þetta full­komið fyr­ir norður­ljósa­ferðir. Þar sem gott flot er í tækj­um get­ur maður ró­leg­ur at­hafnað sig á frosnu lón­inu. Á sumr­in nýt­ist þetta einnig á vatn­inu sem bát­ur. Bát­ur­inn er með sól­ar­sell­ur og not­ar líka et­anól til að fram­leiða raf­magn og öll­um mögu­leg­um úr­gangi er safnað í safntanka sem eru í bátn­um,“ seg­ir Steinþór.

Í sátt við um­hverfið

Steinþór hef­ur rekið ferðaþjón­ustu við Fjalls­ár­lón frá ár­inu 2013. Árið 2017 bætt­ist við veit­ingastaður sem er rek­inn sam­hliða báta­ferðunum. Bjóða þau upp á tvenns­kon­ar ferðir, hefðbundna ferð um lónið og svo lúx­us­ferð þar sem stoppað er á lít­illi eyju. 

Hann seg­ir mjög mik­il­vægt að all­ar fram­kvæmd­ir séu gerðar í sátt við um­hverfið og því sé að mörgu að hyggja varðandi fram­kvæmd á stað eins og Fjalls­ár­lón er. 

Fjallsárlón er við sunnanverðan Vatnajökul, milli Öræfajökuls og Breiðamerkurjökuls.
Fjalls­ár­lón er við sunn­an­verðan Vatna­jök­ul, milli Öræfa­jök­uls og Breiðamerk­ur­jök­uls.

„Bát­arn­ir sjást hvergi frá hefðbundn­um út­sýn­is­stöðum eða göngu­leiðum. Fjalls­ár­lón er mun stærra en marg­ur ætl­ar og því þarf eng­inn að hafa áhyggj­ur af því að geta ekki smellt af mynd af lón­inu og jökl­in­um án auka­hluta. Bát­ur­inn er vandaður og það ein­fald­ar málið en aðstæður á jök­ullóni eru sér­stak­ar og sýna þarf sér­staka aðgát.“

Ævin­týri yfir nótt

Ekki er hægt að dvelja yfir dag­inn í hús­un­um held­ur fara ferðamenn með leiðsögu­manni út á bát yfir í hús­bát­ana. „Leiðsögumaður fer vel yfir virkni allra hluta í bátn­um og gef­ur síðan gest­um næði til að njóta þess að vera í þess­um ein­stöku aðstæðum. Leiðsögumaður­inn er síðan í kall­færi ef gest­ir þarfn­ast nokk­urs á meðan þau dvelja á staðnum. Þessu lýk­ur síðan að morgni þegar gest­ir eru sótt­ir og siglt til baka. Við köll­um þetta Ævin­týri yfir nótt á Fjalls­ár­lóni,“ seg­ir Steinþór.

Aðeins er hægt að dvelja yfir nótt í húsbátunum.
Aðeins er hægt að dvelja yfir nótt í hús­bát­un­um.

Von­ast til að koma stöðug­leika á rekst­ur­inn

Steinþór seg­ir að þeirra helsta von sé að gera rekst­ur­inn yfir vet­ur­inn stöðugri þegar eng­ar sigl­ing­ar eru á lón­inu. Hann seg­ir að yfir vet­ur­inn sé oft lítið aðsókn. 

„Hér get­ur verið býsna kalt á vet­urna í námunda við frosið lónið og jök­ul­inn en með Igloo bátn­um er hægt að bjóða upp á norður­ljósa­ferðir eða njóta út­sýn­is­ins í hlýj­um aðstæðum þótt úti blási kald­ir norðan vind­ar,“ seg­ir Steinþór. Hann bæt­ir við að með meiri afþrey­ingu verði ein­fald­ara að halda í leiðsögu­menn allt árið og þau sleppi við að segja upp fólki yfir vet­ur­inn. 

„Þetta er bara frá­bær viðbót í flór­una á Íslandi, þessi bát­ar/​sleðar eru mikið notaðir á Norður­lönd­un­um í norður­ljósa­ferðum og ef við ætl­um að halda áfram vel­gengni í ferðaþjón­ustu þarf að halda áfram að bæta og skapa og gera hlut­ina vel,“ seg­ir Steinþór. 

Spurður hvernig bók­un­arstaða sé fyr­ir seinni hluta sum­ars seg­ir hann að út­litið sé gott. Það sé ekki allt upp bókað, en að það sé gjarn­ar með sigl­ing­ar að fólk bóki með skömm­um fyr­ir­vara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert