Áslaug Arna gefur gott ferðaráð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vissi strax að taskan hennar kom ekki …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vissi strax að taskan hennar kom ekki með henni heim frá Tenerife.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lenti í því um helgina að taskan hennar kom ekki heim með henni frá Tenerife. Áslaug Arna vissi það hins vegar við flugtak frá Tenerife að taskan var ekki með í vélinni vegna þess að hún hafði sett AirTag í hana. 

Áslaug deildi þessu snilldar ferðaráði með fylgjendum sínum á Instagram en þar segist hún hafa notað merkin með góðum árangri og meðal annars verið með eitt slíkt á lyklakippunni. 

AirTag er frá Apple og virkar með iPhone. Merkin sýna staðsetningu þeirra hluta sem þeir eru festir við og því handhægir fyrir þau sem týna auðveldlega hlutum og nytsamleg á ferðalagi líkt og Áslaug sýndi. Um hádegi í gær sýndi Áslaug á Instagram að taskan var komin áleiðis til Íslands og var í Lúxemborg. 

Farangursmál á flugvöllum víða um Evrópu hefur verið í ólestri í sumar og ófáir farþegarnir týnt eigum sínum á ferðalagi. 

Hér má sjá ferðalag töskunnar.
Hér má sjá ferðalag töskunnar. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka