Bandaríska tímaritið Time hefur gefið út lista yfir 50 mögnuðustu staði heims sem vert er að heimsækja. Á listanum eru borgir á borð við Kaupmannahöfn, San Francisco og Istanbúl en einnig smærri staðir eins og Illuissat í Grænlandi, norðurslóðir og alþjóðlega geimstöðin.
Enginn staður á Íslandi komst inn á listann að þessu sinni.
Í Evrópu eru Devon á Betlandi, Portree á skosku eyjunni Skye, Marseille í Frakklandi, Kaupmannahöfn í Danmörku, Skellefteå í Svíþjóð, Valencia á Spáni, Kalabríu hérað á Ítalíu, Þessalóníka á Grikklandi, Madeira, Alentejo í Portúgal, Dolni Morava í Tékklandi, Kaunas í Litháen og Istanbúl í Tyrklandi.
Ítarlegan lista Time má finna á vef tímaritsins.