Á trylltri snekkju á flakki um Miðjarðarhafið

Drake naut lífsins um borð í megasnekkju við Miðjarðarhafið í …
Drake naut lífsins um borð í megasnekkju við Miðjarðarhafið í sumar. Skjáskot/Instagram

Kanadíski rapparinn Drake eyddi hluta sumarsins á siglingu um Miðjarðarhafið. Rapparinn sigldi ekki um á einhverjum dalli heldur einni rosalegustu megasnekkju heims, Coral Ocean. Snekkjan er 72,5 metrar að lengd og geta alls tólf gestir dvalið um borð, en 22 eru í áhafnarliði snekkjunnar. 

Hægt er að leigja snekkjuna en leiguverðið er ekki lágt. Vikan á henni kostar um 90 milljónir íslenskra króna. 

Drake sigldi um Miðjarðarhafið ásamt vinum sínum en hann birti nýverið glæsilegar myndir frá lífinu um borð í Coral Ocean.

Coral Ocean var smíðuð árið 1994 en hún fór í slipp á þessu ári og var hún gerð smekklega upp. Sjö svítur eru fyrir gesti, ein „V.I.P“ káeta auk fjögurra smærri káeta. Um borð er sundlaug og bar. 

Skjáskot/Instagram
Ljósmynd/Ahoy Club
Ljósmynd/Ahoy Club
Ljósmynd/Ahoy Club
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert