Stjörnuhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck eru um þessar mundir stödd í borg ástarinnar, París í Frakklandi þar sem þau njóta sín í brúðkaupsferð sinni. Ferðin til Frakklands er fyrsta ferð þeirra eftir brúðkaupið, en Lopez og Affleck gengu í hjónaband fyrr í mánuðinum.
Hjónin snæddu kvöldverð á veitingastaðnum Le Matignon á fimmtudagskvöldið, en gestir veitingastaðarins voru hissa þegar þau sáu stjörnurnar ganga að staðnum hönd í hönd. „Þau bara mættu. Hann leit út eins og týpískur Bandaríkjamaður, nema hann var í jakka með bindi í þessum hita,“ sagði einn gestur veitingastaðarins í samtali við People.