26 fermetra gisting á tveimur hæðum

Ljósmynd/airbnb,com

Í grónum skógi við Oxcan strönd Mexíkó er að finna einstakt 26 fermetra orlofshús á tveimur hæðum. Húsið er fyrsta verkefni mexíkóska arkitektsins Aranza de Ariño og er húsið hugsað sem hinn fullkomna gisting fyrir tvo. 

Hönnun hússins er minimalísk og hrá þar sem grá steypan mætir hlýjum við og býr til einstakan karakter. Engin gler eru í gluggum hússins sem gerir það að verkum að hlý gola blæs inn um gluggana.

Í húsinu er eitt svefnherbergi og baðherbergi ásamt eldhúsi. Eldhúseyjan teygir sig út á verönd þar sem hún verður að borðstofuborði. Við hlið hússins er að finna notalega einkasundlaug, en svo er stutt að ganga á ströndina frá húsinu.

Húsið er til leigu á Airbnb, og kostar nóttin um 25 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert