„Ekki kaupa þessa vitleysu“

Peysa um hálsinn getur breytt leiknum á ferðalögum.
Peysa um hálsinn getur breytt leiknum á ferðalögum. Colourbox

Svefnfræðingurinn James Leinhardt, gefur fólki sem er mikið á ferðinni góð ráð. Leinhardt heldur úti vinsælum TikTok-aðgangi þar sem hann deilir ýmsum hagnýtum hollráðum með netverjum. Myndskeið hans hafa farið um víðan völl og vakið mikla athygli út um allan heim, enda virðist fólk alltaf vera opið fyrir nýjungum sem geta einfaldað lífið.

Á dögunum opinberaði Leinhardt að hann hefur litlar mætur á hinum sígildu ferðakoddum sem gerðir eru til að styðja við háls, herðar og axlir á meðan fólk lætur þreytuna líða úr sér á ferðalögum þar sem lítið rými er til að athafna sig. Telur hann slíka kodda vera enn eitt peningaplokkið sem í raun gera ekki það gagn sem þeir eru sagðir gera.  

Gera ekkert gagn

Samkvæmt Leinhardt getur góð peysa gert sama gagn og ferðakoddarnir sem seldir eru dýrum dómum í verslunum. Í nýlegu TikTok-myndskeiði frá Leinhardt útskýrir hann hvers vegna ferðakoddarnir eru óþarfir og sýnir netverjum ókeypis leið sem vel getur komið í stað ferðakodda.

„Þegar þú kemur á flugvöllinn þá skaltu ekki kaupa þessa vitleysu,“ sagði Leinhardt í myndskeiðinu og átti við ferðakoddana. „Þessir koddar munu ekki styðja við alla þá 20 vöðva og 7 litlu hryggjarliðina sem eru við hálsinn,“ útskýrði hann.

Því næst tók hann upp peysu sem hann rúllaði upp í „pylsu“ og vafði utan um hálsinn á sér. „Prófaðu þetta ráð til að spara þér pening og búa til meira pláss í töskunni þinni,“ sagði hann jafnframt og batt teygju utan um peysuna fyrir neðan hökuna.

„Nú ertu kominn með fallegan hálspúða.“

Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netið. Alls hafa um 4,3 milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað. Flestum áhorfendum líkaði vel við þetta snjallráð og hafa sagst ætla að tileinka sér það á ferðalögum framtíðarinnar. Hér að neðan má sjá umrætt myndskeið.

@levitex

where are you going? ✈️

♬ original sound - levitex
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert