„Skylda að kyssast“

Á skiltunum stendur Zona romantica og Obbligatorio baciarsi, sem mætti …
Á skiltunum stendur Zona romantica og Obbligatorio baciarsi, sem mætti þýða sem rómantískt svæði og skylda að kyssast. Ljósmynd/Unsplash

Ferðamenn á Ítalíu ættu nú að svífa um á bleiku ástarskýi eftir að nýjasta „umferðarskiltið“ var tekið í gagnið. Um er að ræða svokölluð kossaskylduskilti sem hvetja fólk til kyssast.

Á skiltunum stendur Zona romantica og Obbligatorio baciarsi, sem mætti þýða sem rómantískt svæði og skylda að kyssast.

Kossaskylduskitin voru nýlega sett upp á nokkrum stöðum í þorpinu Anacapri á eyjunni Capri. Þó á skiltunum standi að það sé skylda að kyssast, eru engin viðurlög við því að fylgja ekki reglunni. 

Í Anacapri er meðal annars skilti komið upp við fallegan útsýnisstað, Belveder del Sognatore, en þaðan er einstaklega fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafið. Skiltin má einnig finna í bænum Trentinara í Kampaníuhéraði og í bænum Sperlonga Latina sem er á ströndinni milli Rómar og Napólí. 

Skjáskot/Instagram

Á skiltunum er mynd af ástföngnu pari að kyssast, en myndin er úr ítölsku ævintýri um Saúl og Isabellu, sem eru sögð vera Rómeó og Júlía Cilento-strandar. Í ævintýrinu verða þau Saúl og Isabella ástfangin, en Isabella er af góðum ættum og fjölskylda hennar leggst gegn sambandi þeirra. Þau kasta sér því fram af bjargi til að geta verið saman að eilífu. 

Styttu af Saúl og Isabellu má einnig finna í Trentinara en hún er við enda götu sem er tileinkuð ástinni. Við húsin í borginni má finna brot úr hin sorglega ástarævintýri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka