Bestu skíðasvæðin í grennd við Barcelona

Það er tilvalið að skella sér til Barcelona í skíðafrí.
Það er tilvalið að skella sér til Barcelona í skíðafrí. Ljósmynd/Unsplash/Maarten Duineveld

Flestir tengja Spán við sól og sumar en það sem ekki allir vita er að það er frábært að fara í skíðafrí til Spánar. Í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Barcelona eru Pýreneafjöllin sem státa af nokkrum glæsilegum skíðasvæðum sem vert er að skoða þegar skíðafrí vetrarins er skipulagt. Auðvelt er að komast beint í skíðafríið því flugfélagið Play flýgur beint til Barcelona.

Í Pýreneafjöllunum er hægt að skíða frá nóvember og fram í apríl á nær hverju einasta ári.

La Molina 

La Molina er elsta skíðasvæði Spánar, en það opnaði árið 1925. Skíðasvæðið hefur verið endurhannað á síðustu árum en það er hluti af stóru svæði sem kallast Alp 2500. Þetta svæði er hvað þægilegast að ferðast til frá Barcelona, en þangað er hægt að keyra og ferðast með lest.

View this post on Instagram

A post shared by La Molina (@lamolina)

La Masella 

La Masella er aðeins stærra svæði en La Molina en ekki er langt á milli þessara tveggja svæða. La Masella er líka hluti af Alp 2500 en hægt er að kaupa passa sem gildir á öll Alp 2500 svæðin. Hægt er að fara í dagsferð frá Barcelona til bæði La Molina og La Masella.

Baquiera-Beret

Þetta er stærsta skíðasvæði Spánar en það er í um 300 kílómetra fjarlægð frá Barcelona og tekur um fjórar klukkustundir að keyra þangað. Mælt er með að taka að minnsta kosti heila helgi á Baquira-Beret. Flestar brekkurnar eru merktar bláar eða rauðar svo þetta er hinn fullkomni staður fyrir byrjendur á skíðum.

Grand Valira í Andorra

Grand Valira er stærsta skíðasvæðið í Pýreneafjöllunum en það er í Andorra. Það tekur um þrjá og hálfan klukkutíma að keyra þangað frá Barcelona. Skíðasvæðið tengist sex fjallaþorpum í Andorra og tengjast þau öll saman með nýtískulegu lyftukerfi. Alls eru 22 brekkur með svartri merkingu og er þetta svæði því fullkomið fyrir reynda skíðakappa.

Port del Comte

Port del Comte er styst frá Barcelona og er við í fjallsrótum Pýreneafjalla sem skíðasvæðið dregur nafn sitt af. Þar eru 37 brekkur og 16 lyftur. Þar er ekki náttúrulegur snjór yfir allan veturinn, en snjór er framleiddur til að tryggja opnun frá nóvember og fram í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert