Love Island-stjarnan og fyrirsætan Molly Mae er stödd á Íslandi um þessar mundir. Hún segist vera á leið í myndatöku, en af myndum að dæma virðist hún dvelja í íbúð við höfnina í Reykjavík með glæsilegu útsýni.
Mae tók þátt í fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttanna vinsælu og hafnaði í öðru sæti ásamt kærasta sínum, Tommy Fury. Parið er enn saman í dag og hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Mae starfar sem listrænn stjórnandi fatamerkisins Pretty Little Things.
Fyrsta stopp Mae var Hamborgarabúlla Tómasar, enda ekki annað í stöðunni í ljósi þess að kapparnir deila sama nafni.
Af myndum að dæma mætti Mae á klakann í gær og virðist strax yfir sig hrifin, en hún hefur þegar gefið Íslandi ellefu stjörnur af tíu.