Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og eiginkona hans Carrie Johnson njóta nú lífsins á grísku eyjunni Evia. Hjónin sáust á flugvellinum í Aþenu um helgina en þetta er í annað skipti í sumar sem þau fara í frí til Grikklands.
Þau sáust svo í vikunni í bænum Nea Makri, strandbæ í grennd við Aþenu, þar sem faðir hans, Stanley Johnson á hús. Nú síðast sáust þau á Evia. Þar sóluðu þau sig á ströndinni ásamt börnum sínim Wilf og Romy.
Evia er næststærsta eyja Grikklands, en Krít er stærst. Hún norðvestur af Attica skaganum og er ekki langt frá Aþenu, aðeins í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá borginni.
Á mánudag heimsóttu hjónin bæinn Karistos og snæddu á veitingastaðnum The Aegean.