Það er áhugavert að vita hvað gengur raunverulega á bak við tjöldin þegar hótelherbergi eru annars vegar. Bresk kona sem starfaði lengi sem herbergisþerna leysir frá skjóðunni í viðtali við The Sun.
Hún segir að hótelgestir eigi aldrei að búa um rúmið á hótelherbergjum. Það er vegna þess að í hita leiksins, þegar mikið er að gera, getur herbergisþernum yfirsést og sleppt því að skipta á rúminu. Hún bendir líka á að það taki oft lengri tíma að búa um rúmið upp á nýtt ef það er búið að hálfbúa um það. Það vill enginn hlamma sér í rúm sem einhver ókunnugur hefur sofið í.
Fyrrverandi herbergisþernan segir að það sem geti hjálpað til er að taka lakið af rúminu og setja á gólfið ásamt handklæðum og sængurverum. Ef þú gerir þetta þá færð þú alltaf nýtt lak og ný handklæði.
„Þegar ég var yngri og við fjölskyldan gistum á hótelum þá tók pabbi alltaf allt af rúminu áður en við fórum og henti því í hrúgu á gólfinu. Ég skildi aldrei af hverju hann gerði það fyrr en ég vann sem herbergisþerna,“ sagði fyrrverandi herbergisþernan .