Svartaborg lofsömuð

Svartaborg í Köldukinn fær glimrandi dóma í Condé Nast Traveler.
Svartaborg í Köldukinn fær glimrandi dóma í Condé Nast Traveler. Ljósmynd/Airbnb

Svartaborg í Köldukinn á norðausturlandi fær glimrandi dóma hjá bandaríska ferðatímaritinu Condé Nast Traveler. Erika Owen, blaðamaður tímaritsins, segir Svörtuborg uppáhaldsgistinguna sína af Airbnb á Íslandi. 

Owen kom hingað til lands á þessu ári til að fagna tíu ára sambandsafmæli sínu með maka sínum, og til að gifta sig því þau þurftu að aflýsa brúðkaupinu sínu vegna heimsfaraldursins. 

Fyrir brúðkaupsathöfnina sem fór fram hér fyrir sunnan ákváðu þau að gera vel við sig og fóru norður og gistu í Svörtuborg. Owen hafði áður komið til Akureyrar, Húsavíkur og í Mývatnssveit og langaði til að sýna maka sínum þá staði. 

Ljósmynd/Airbnb

Þau völdu því að gista í Svörtuborg, sem er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík, 40 mínútur frá Mývatnssveit og hálftíma frá Akureyri. 

Owen var einstaklega hrifin af hönnun húsanna, sem eru í skandínavískum stíl og byggð árið 2020. 

„Eftir að hafa komið átta sinnum til Ísland, þá vann Svartaborg hjarta mitt, ekki bara af því við fögnuðum stórum áfanga í lífi okkar. Á hverjum degi vorum við ekki svo langt frá fossum, háhitasvæðum, hraunhellum, lúpínu, náttúrulaugum og hrauni. Þetta land er þekkt fyrir fjölbreytt landslag, en að náð því öllu innan klukkustundar á akstri er list. Ég tel niður dagana þangað til ég kemst þangað aftur, en næst ætlum við að fara þegar við getum séð norðurljósin,“ skrifar Owen í niðurlagi greinarinnar. 

Ljósmynd/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka