Tekur bara annað barnið með í ferðalög

Stundum fær bara annað barnið að fara með í ferðalag.
Stundum fær bara annað barnið að fara með í ferðalag. Unsplash.com

Móðir hefur hlotið mikla gagnrýni á netinu fyrir að hafa það fyrir venju að taka bara eitt barn með í frí í einu. Julie Cook á tvö börn en kýs að ferðast bara með eitt barn og skilur hitt eftir heima á meðan. 

„Ég næ að kynnast þeim betur með þessum hætti,“ segir Cook sem fór fyrst með syninum til Feneyja árið 2018.

„Ég gat allt í einu hlustað á hann án þess að einhver gripi fram í fyrir honum. Þetta var fjögurra daga ferð og í lok ferðarinnar fannst mér ég þekkja hann betur.“

Hún gerði það sama með dóttur sinni en þær mæðgurnar fóru til Parísar og skildu bróðurinn eftir heima.

„Ég hvet fólk til þess að fara í frí með einu barni. Það er líka ódýrara,“ segir Cook. Hún segir það skapa góð tengsl og skapi minningar sem bara þið tvö eigi saman. Þó tekur Cook það fram  að fjölskyldan fari líka öll saman í frí einu sinni á ári.

Margar mæður eru ekki sammála Cook og segja hana illgjarna fyrir að skilja annað barnið eftir. Það sé ósanngjarnt og að það upplifi sig útundan.

Virkir í athugasemdum segja:

„Já, það er mjög gaman fyrir móðurina. Hún fær að fara tvisvar til útlanda!“

„Ég á frábærar minningar af ferðalögum með systkinum mínum. Það var tvímælalaust skemmtilegra en að vera einn með foreldri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka