Heimsmethafi á stóra skemmtiferðaskipinu

Alexis Alford, Lexie Limitless, í Hörpu á föstudag.
Alexis Alford, Lexie Limitless, í Hörpu á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðaáhrifavaldurinn og YouTube-stjarnan Alexis Alford, betur þekkt sem Lexie Limitless, var á meðal gesta á Norwegian Prima sem hélt af stað í jómfrúarsiglingu sína héðan frá Íslandi um helgina. 

Alford er heimsmethafi Guinness en hún er yngsta manneskja sem komið hefur til allra lýðræðisríkja heims, 196 landa alls. Þeim áfanga náði hún fyrir þremur árum, þegar hún var 21 árs gömul, en í dag er hún 24 ára.

Að því er heimildir mbl.is herma er Alford í samstarfi með Norwegian Cruise Line, sem á Norwegian Prima, og vinnur hún nú að gerð þátta með fyrirtækinu. 

Alford var yngst til að koma til að allra landa …
Alford var yngst til að koma til að allra landa heims. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert