Ferðasnillingurinn sem heldur úti Tiktok-síðunni Maxmilespoints hefur hlotið mikið lof fyrir að kenna fólki að velja besta sætið í flugvélum. Skoðanir fólks á því hvar er besta sitja í flugvélum eru misjafnar og því ekki eitthvað eitt sem hentar öllum.
Þegar fólk velur sér sæti í bókunarferlinu mælir hann með því að fólk noti vefsíðuna Aerolopa.com. Þar inni er hægt að finna ítarlega teikningu af flugvélum flestra flugfélaga í heimi.
Því er hægt að sjá betur hvar klósettin og neyðarútgangar eru. Hann bendir einnig á að gluggarnir sjáist vel á teikningunum á þessari síðu og því hægt að sjá hvort maður lendi á „gluggasæti“ sem er eiginlega ekki með glugga.
Hvorugt íslensku flugfélaganna er á síðunni, en hana er þó vel hægt að nota á ferðalögum um heiminn.
@maxmilespoints New favorite tool to pick plane seats. Aerolopa.com . H/t MainlyMiles and Gary Leff —- educational purposes only. Not illegal or regulated goods.
♬ original sound - maxmilespoints