Vill ekki fara í frí með eiginkonunni

Það hafa ekki allir sömu hugmyndir um hvað telst vera …
Það hafa ekki allir sömu hugmyndir um hvað telst vera gott frí. Unsplash.com/Remi

Karl á besta aldri vill ekki fara í frí með eiginkonu sinni. Honum líst ekkert á fríið sem hún er að skipuleggja og vill eyða tíma sínum og peningum í eitthvað skemmtilegra.

Hann leitar ráða á samfélagsmiðlum og skoðanir eru skiptar um hvað hann eigi að gera:

„Fjölskylda konu minnar býr í Bandaríkjunum og við ætlum að heimsækja hana bráðum. Þetta er ekki svo slæmt, þó þetta sé ekki staður sem mig langar mikið að heimsækja. En pabbi hennar er indæll, okkur semur vel og það væri gaman að sjá hann.“

„Þetta er hins vegar dýr ferð og allur peningurinn sem við höfðum lagt til hliðar fyrir sumarfrí fer í þetta. Og við þurfum að fara seinna í alvöru frí.“

„Og ekki nóg með það, þá bókaði hún flugin þannig að allir mínir frídagar étast upp og meira til. Ég þarf að taka einn dag launalausan og þarf að vera mættur til vinnu innan tíu tíma frá því að ég lendi.“

„Svo er hún hissa afhverju ég er ekki spenntur fyrir fríinu!“

„Ég útskýrði að það sé ekkert rosalega spennandi að vera að fara í frí bara til þess að heilsa upp á ættingja. Ég myndi miklu frekar eyða peningunum í eitthvað betra frí.“

„Konan mín fór í mikið uppnám við þetta og síðan þá hefur allt súrnað svolítið á milli okkar.“

Virkir í athugasemdum létu ekki sitt eftir liggja:

„Þú ræður ekki við það þó þú sért ekki spenntur fyrir einhverju. En hún á líka rétt á sínum tilfinningum og að verða fyrir vonbrigðum.“

„Þetta er hennar frí og þú ætlar með. Hún getur varla ætlast til þess að þú sért spenntur.“

„Ef þú giftist einhverjum sem á fjölskyldu erlendis þá skaltu alltaf reikna með því að þurfa að hitta fjölskyldu hennar amk einu sinni á ári.“

„Þetta viðhorf þitt er ekki til fyrirmyndar. Hún sér fjölskyldu sína mjög sjaldan og þér finnst þetta bara fyrirhöfn fyrir þig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka