Tryllt skíðahótel á Ítalíu

Ljósmynd/Booking.com

Nú þegar farið er að kólna bíða margir spenntir eftir því að geta dregið fram skíðin og rennt sér niður snjóþaktar brekkurnar. Sumir leita jafnvel út fyrir landsteinana og ætla að skella sér í skíðaferð í vetur, enda nóg af fallegum skíðasvæðum í Evrópu. 

Í fjögurra kílómetra fjarlægð frá Meran 2000-skíðasvæðinu á Ítalíu er að finna stórglæsilegt skíðahótel. Miramonti-hótelið er í 1.230 metra hæð með mögnuðu útsýni yfir Merano. 

Hótelið er sérlega fallega innréttað, en háir gólfsíðir gluggar gefa gestum hótelsins stórbrotið útsýni yfir fjöllin í kring. Það er óhætt að segja að hótelið sé frábært fyrir skíðafólk, en það býður upp á skíðageymslu og fríar ferðir í brekkurnar. 

Þar að auki er lúxusheilsulind á hótelinu þar sem hægt er að njóta til hins ýtrasta og hlaða batteríin eftir langan dag í brekkunni. Tryllt óendanleikasundlaug, heitur pottur og eimbað eru meðal þess sem boðið er upp á í heilsulindinni auk fjölda heilsumeðferða.

Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka