Brynhildur og Dani ástfangin í París

Brynhildur Gunnlaugsdóttir og Dani Koljanin í París.
Brynhildur Gunnlaugsdóttir og Dani Koljanin í París. Skjáskot/Instagram

Tiktok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir og körfuboltamaðurinn Dani Koljanin hafa varið síðustu dögum í borg ástarinnar, París í Frakklandi. Bynhildur birti fallega mynd af þeim kyssast fyrir framan eitt helsta kennileiti borgarinnar, Eiffel-turninn. 

Brynhildur er ein vinsælasta stjarna landsins á Tiktok með yfir milljón fylgjenda á miðlinum. Dani er frá Króatíu og lék áður með liði KR hérna heima. Hann leikur nú með Kortrijk í Belgíu. 

Auk þess að skoða Eiffel-turninn fór parið að skoða Louvre-safnið og í verslunarmiðstöðina Les Galeries LaFayette sem er ein sú vinsælasta í borginni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert