Lindsey Vonn, ein sigursælasta skíðakona heims, sýndi myndband frá því þegar hún fór á skíði á Tröllaskaga klukkan eitt um nóttina í sumar í þættinum The Kelly Clarkson á dögunum. Clarkson var ansi hrifin af myndbandinu en sagðist ekki vera viss um að hún myndi gera slíkt hið sama.
„Þetta var ein klikkaðasta upplifun lífs míns, að fara með þyrlu upp á fjall til að fara á skíði klukkan eitt um nóttina,“ sagði Vonn í viðtalinu.
Clarkson hafði áhyggjur af því að þetta væri frekar hættulegt athæfi, en vinkona hennar og leikkonan Chelsea Handler benti á að keppnir væru mun hættulegri heldur en að skíða niður fjöll sem þessi.
Vonn samsinnti því og sagði að það hafi ekki verið nein einustu tré á leiðinni niður, bara grjót sem hún foraðaðist.