Breyttu sendiferðabíl í fallegt heimili

Hjónin Courtnie og Nate búa nú ásamt hundi sínum í …
Hjónin Courtnie og Nate búa nú ásamt hundi sínum í fallega uppgerðum sendiferðabíl. Samsett mynd

Árið 2019 ákváðu hjónin Courtnie og Nate að segja skilið við hið hefðbundna líf, vinnu og heimili og festa kaup á sendiferðabíl. Bílinn gerðu þau upp sjálf og breyttu í húsbíl, en þau hafa búið í honum síðastliðin þrjú ár og ferðast víða. 

Courtnie og Nate hafa verið dugleg að skrásetja ferðalög sín og lífið á veginum á samfélagsmiðlum og eru nú með yfir 2 milljónir fylgjenda á TikTok. 

Höfðu enga reynslu

Bílinn, sem er af gerðinni Ram ProMaster 2017, tóku þau sjálf í gegn frá grunni en þau höfðu enga reynslu af slíkum framkvæmdum og eyddu um 8 mánuðum í að gera bílinn að heimili sínu. Í húsbílnum var salerni, fullbúið eldhús, útisturta og svefnaðstaða. 

Endurtaka nú leikinn

Nýlega festu þau kaup á nýjum sendiferðabíl og hafa eytt síðustu 7 mánuðum í að gera hann upp. Síðustu ár hafa hjónin sótt sér mikla reynslu og þekkingu á framkvæmdum sendiferðabíla og í þetta skiptið bættu þau sturtu inn í húsbílinn. 

@courtandnate DIY Van Shower Reveal 🚐🚿🌿Using a 24” x 36” ABS shower pan from @Camping World #CampingWorldPartner #TravelDifferent ♬ Food-JP - Mega Chill

Á heimasíðu þeirra bjóða þau upp á bæklinga með leiðbeiningum um hvernig breyta eigi sendiferðabíl í heimili og deila góðum ráðum. Þá er hægt að fylgjast með ferlinu á TikTok og Instagram-síðu hjónanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka