1.400 sóttu um „draumastarf“ í Nýja-Sjálandi

Starfið er á suðureyju Nýja-Sjálands en á myndinni er borgin …
Starfið er á suðureyju Nýja-Sjálands en á myndinni er borgin Queenstown sem er einmitt á vesturhluta eyjarinnar. Ljósmynd/Unsplash/Ömer Faruk Bekdemir

Fólk hvaðanæva að úr heiminum hefur sótt um stöðu umsjónarmanns líffræðilegs fjölbreytileika í Nýja-Sjálandi. Fyrst þegar staðan var auglýst sóttu aðeins þrír um, en þegar starfslýsingin kvissaðist út jókst áhuginn til muna.

Hluti starfsins er að fylgjast með og vernda fuglategund í útrýmingarhættu, hina ófleygu kívifuglategund, en einnig fjallgöngur, þyrluflug og bátsferðir um einstaka náttúru vesturstrandar suðureyju Nýja-Sjálands. 

Náttúruverndarstofnun Nýja-Sjálands hefur nú borist rúmlega 1.400 umsóknir og eru umsækjendur frá hinum ýmsu löndum, allt frá Kólumbíu, Svíþjóð og Rúmeníu til Paragvæ, Finnlandi og Suður-Afríku.

Wayne Costello hjá náttúrverndarstofnuninni segir viðbrögðin vera ótrúleg. „Ég er á Instagram og það er hægt að finna mig á WhatsApp, þannig ég er búinn að fá fjölda umsókna frá Kólumbíu, Rúmeníu og Svíþjóð og bara hvaðanæva að úr heiminu,“ sagði Costello í viðtali við AFP. 

Umsóknarfrestur var framlengdur út október og segir Costello að búið sé að sigta út 40 til 50 umsækjendur sem koma til greina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert