Hollywood á slóðum Laxness

Halldór Kiljan Laxness var ánægður með Taormina á Sikiley.
Halldór Kiljan Laxness var ánægður með Taormina á Sikiley. Samsett mynd

Önnur þáttaröðin af The White Lotus eru eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í heiminum í dag. Þáttaröðin gerist á Sikiley og er hótelið sem þættirnir gerast á staðsett í bænum Taormina. Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness var einmitt afar hrifinn af bænum fyrir um 100 árum. 

Þeir sem hafa komið til Sikileyjar skilja kannski ekkert í því að persónurnar koma til eyjunnar á litlum báti með allt of margar töskur meðferðis. Það eru flugvellir á eyjunni, góðir vegir og einnig lestarsamgöngur. Það er einnig hægt að sigla með næturferju frá Napólí til höfuðborgarinnar Palermo. En hvað er ekki gert fyrir sjónvarpið?

Þættirnir voru meðal annars teknir upp í Palermo, Nato og við Jónahafið sem liggur að Sikiley. Four Seasons-hótelið San Domenico Palace í Taormina var fyrir valinu þegar kom að tökustað að því fram kemur á vef Cosmopolitan. Fyrsta þáttaröðin sem var tekin upp á Havaí var einnig tekin upp á Four Seasons-hóteli. 

Hotelið í Four Seasons er glæsilegt. Bærinn stendur í mikill …
Hotelið í Four Seasons er glæsilegt. Bærinn stendur í mikill hæð og langt er niður á strönd. Ljósmynd/Four Seasons

Taormina er afar vinsæll viðkomustaður á Sikiley og er ekki þverfótað þar fyrir ferðamönnum á sumrin. Vinsældirnar eru ekki nýjar af nálinni. Leikkonan Gretu Gar­bo var meðal þeirra sem dvaldi í þorp­inu Taormina á aust­ur­strönd­inni. Nóbelsskáldið Halldór Laxness dvaldi í Taormina og skrifaði bókina Vefarinn mikli frá Kasmír sumarið 1925. 

Taormina er einn af fegurstu stöðum hinnar fögru Ítalíu eftir því sem Halldór segir í brjefi í Morgunblaðsins. Er þar margt af skemtiferðafólki sem þangað leitar víðsvegar að, sjer til hughreistingar og heilsubótar,“ segir í Morgunblaðinu árið 1925. 

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr The White Louts 2. 

Taormina á Sikiley.
Taormina á Sikiley. Ljósmynd/Unslpash.com/Maria Bobrova
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert