Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og fyrrverandi íshokkíkappinn Brooks Laich njóta nú alls þess besta sem eyjan Tortóla hefur upp á að bjóða. Parið flaug í ævintýraferðina um helgina og hefur birt draumkenndar myndir frá eyjunni sem er stærsta eyja Bresku jómfrúareyjanna.
Hið ástfangna par, sem opinberaði samband sitt í ágúst á síðasta ári, dvelur á Scrub Island Resort, sem er í eigu Marriott hótelkeðjunnar. Hótelið er með fimm stjörnur og fær sömuleiðis góða einkunn á Google.