Airbnb-íbúðin sem bannað er að gista í

Ljósmynd/airbnb.com

Á bókunarvef Airbnb má finna fjölbreytt framboð af gistingu, allt frá minnstu herbergjum yfir í stórkostlegar hönnunarvillur. Flestir nota vefinn til þess að finna gistingu fyrir ferðalag sem er framundan, en svo er líka hægt að vafra um vefinn í leit að innblæstri og dást að fallegri hönnun. 

Þeir sem eru í leit að hinu síðarnefnda mega til með að skoða stórkostlega hönnunarperlu sem leynist í Kaupmannahöfn. Hún er sannarlega til útleigu á Airbnb, en þó svo að tvö fullbúin svefnherbergi séu í íbúðinni er hún ekki leigð út til gistingar heldur sem ljósmyndastúdíó.

Gæði umfram magn

Stílhreinn og minimalískur stíll íbúðarinnar þykir fullkominn sem bakgrunnur fyrir myndatökur og skapar afslappað andrúmsloft. 

Ljós viður og marmari eru áberandi í íbúðinni sem er afar björt, en í hverju horni má sjá fallega hönnun og minimalíska húsmuni í anda Skandinavíu. Í íbúðinni er áhersla lögð á gæði umfram magn, en fá og vönduð húsgögn fá að njóta sín til fulls. Þá gefur ljóst parket íbúðinni mikinn glæsibrag og gott flæði, en ljós gólfefni eru einkennandi í innanhússhönnun í Kaupmannahöfn. 

Það er ekki ókeypis að leigja stúdíóið, en fram kemur á vef Airbnb að dagurinn þar kosti um tvö þúsund bandaríkjadali, eða 307 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. Hins vegar kostar ekkert að skoða myndirnar og njóta fegurðarinnar sem íbúðin hefur upp á að bjóða, en þangað er auðvelt að sækja sér mikinn innblástur.

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert