Lengir áætlun sína til Kanaríeyja

Flugfélagið Play framlengir áætlun sína til Las Palmas á Kanaríeyjum …
Flugfélagið Play framlengir áætlun sína til Las Palmas á Kanaríeyjum vegna mikillar eftirspurnar. Ljósmynd/Unsplash

Flug­fé­lagið Play hef­ur ákveðið að fram­lengja áætl­un sína til Las Palmas fram í júní. Hingað til hef­ur áætl­un Play til Las Palmas aðeins náð yfir fjóra mánuði, eða frá des­em­ber og fram til mars, en vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar hef­ur verið tek­in ákvörðun um að lengja áætl­un­ina um þrjá mánuði, eða fram í júní.

Sól­ar­landa­áfangastaðir Play hafa notið mik­illa vin­sælda en Play flýg­ur til níu áfangastaða á Spáni og Portúgal sem sól­arþyrst­ir Íslend­ing­ar hafa tekið vel í.

Á Spáni flýg­ur flug­fé­lagið til Alican­te, Barcelona, Madrid og Málaga ásamt því að bjóða upp á ferðir til Mall­orca, Teneri­fe og Las Palmas.

Mik­ill meðbyr

Í Portúgal verður flogið til Porto og Lissa­bon í ár. Flug­fé­lagið flaug einnig til Lissa­bon í fyrra en áfangastaður­inn var einn sá allra vin­sæl­asti í leiðakerfi Play.

„Þetta er það sem við vilj­um gera. Koma Íslend­ing­um í sól­ina á ódýr­ari hátt og þeir hafa svo sann­ar­lega gripið tæki­færið. Markaðshlut­deild farþega á leið til út­landa frá Íslandi hef­ur verið um 25% frá janú­ar 2022 sam­kvæmt töl­um frá Ferðamála­stofu. Við finn­um fyr­ir þess­um mikla meðbyr og þess vegna erum við að fram­lengja áætl­un okk­ar til Las Palmas, Íslend­ing­um til hags­bóta,“ er haft eft­ir Birgi Jóns­syni, for­stjóra Play, í til­kynn­ingu.

Play vann ný­verið Íslensku ánægju­vog­ina á flug­markaði en það er niðurstaða könn­un­ar á veg­um Pró­sent og Stjórn­vísi sem lögð var fyr­ir viðskipta­vini sem voru ánægðast­ir með þjón­ustu Play af flug­fé­lög­um á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert