Play flýgur til Liverpool framyfir Eurovision

Íslendingar geta flogið lóðbeint til Liverpool á Eurovision-söngvakeppnina með Play.
Íslendingar geta flogið lóðbeint til Liverpool á Eurovision-söngvakeppnina með Play. Samsett mynd

Flug­fé­lagið Play hef­ur ákveðið að fram­lengja áætl­un­ar­flug sitt til Li­verpool í Englandi um mánuð. Þetta ákvað flug­fé­lagið eft­ir að til­kynnt var að borg­in myndi halda Eurovisi­on-keppn­ina í ár vegna stríðsástands­ins í Úkraínu.

Áætlan­ir Play gerðu ráð fyr­ir því að flogið yrði til Li­verpool fram í miðjan apríl en þegar frétt­irn­ar bár­ust var farið strax í samn­ingaviðræður við stjórn Li­verpool John Lennon-alþjóðaflug­vall­ar­ins um að lengja flug­tíma­bilið fram yfir Eurovisi­on. Und­anriðlar keppn­inn­ar fara fram þriðju­dag­inn 9. maí og fimmtu­dag­inn 11. maí en úr­slit­in sjálf eru síðan laug­ar­dags­kvöldið 13. maí. Áætl­un Play nær fram að 15. maí.

„Þetta var aldrei spurn­ing í okk­ar huga að fram­lengja fram yfir Eurovisi­on. Áhug­inn á Li­verpool-flugi okk­ar í vet­ur hef­ur verið mik­ill, enda marg­ir sem vilja kom­ast á fót­bolta­leiki með Li­verpool. Svo er einnig ekk­ert mál að skjót­ast frá Li­verpool til Manchester-borg­ar til að fara á leiki en marg­ir Manchester-menn hafa verið að nýta sér flug okk­ar til Li­verpool,“ seg­ir Nadine Guðrún Yag­hi, sam­skipta­stjóri Play.

Eurovision fer fram í M&S Bank-höllinni í Liverpool í maí.
Eurovisi­on fer fram í M&S Bank-höll­inni í Li­verpool í maí. mbl.is/​Sonja Sif

„Áhug­inn á Eurovisi­on er auðvitað, eins og alltaf, mik­ill hér á Íslandi en það sem við finn­um líka er að það er orðinn mik­ill áhugi á keppn­inni vest­an­hafs. Play býður auðvitað upp á teng­ingu til fjög­urra áfangastaða í Banda­ríkj­un­um, Washingt­on, New York, Bost­on og Baltimore, og það eru marg­ir sem vilja kom­ast með Play frá þeim stöðum til Li­verpool þegar þessi magnaða keppni verður hald­in,” seg­ir Nadine.

Flug­fé­lagið Play verður þar að auki með afar metnaðarfulla sum­aráætl­un í ár, en fé­lagið flýg­ur til hátt í fjöru­tíu áfangastaða árið 2023. Þrett­án nýir áfangastaðir bæt­ast við í ár en það eru borg­irn­ar Toronto, Ála­borg, Árós­ar, Bil­l­und, Düs­seldorf, Var­sjá, Stokk­hólm­ur, Ham­borg, Aþena og Porto. Þá hafa Madrid, Barcelona og Alican­te bæst við sem heils­árs­áfangastaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert