Litlu mátti muna að illa færi á Austin-Bergstrom-flugvellinum í Austin í Texas á laugardag þegar vöruflutningavél lenti næstum því á farþegavél Southwest sem var á leið í loftið.
Flugumferðarstjóri í Austin gaf þá vöruflutningavél FedEx grænt ljós á að lenda á brautinni en þar var Southwest-vélin að búa sig undir flugtak.
Aðeins munaði 308 metrum á vélunum þegar vél FedEx flaug inn til lendingar yfir farþegavélinni. Flugstjórar vöruflutningavélarinnar voru þó vakandi yfir ástandinu og hættu snarlega við lendingu þegar þeir sáu í hvað stefndi. Hringsólaði vélin í nokkrar mínútur og lenti 12 mínútum seinna þegar vél Southwest var farin í loftið.
Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur gefið út tilkynningu um atvikið, en það er þó enn til rannsóknar.
Fedex 767 almost lands on top of a departing Southwest 737 at Austin Airport, Texas. The FAA and NTSB are investigating the incident. https://t.co/hEM7Uuyy6T
— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) February 5, 2023
📹 jxlars pic.twitter.com/iD2K752gs4