Einstakt sjónarspil við sólarlag

Sjónarspilið er kyngimagnað í Yosemite-þjóðgarði við sólarlag.
Sjónarspilið er kyngimagnað í Yosemite-þjóðgarði við sólarlag. AFP

Í fáeinar mínútur í senn, nokkrar vikur á hverju ári, virðist sem eldur logi í Horstail-fossi í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Rétt áður en sólin sest skín hún í hinsta sinn á fossinn sem lýsist upp og virðist gerður úr rennandi hrauni. 

Sjónarspilið er einstakt og dregur fjölda ferðamanna að á hverju ári. Nú um þessar mundir er þessi einstaki tími árs. 

Samblanda af endurskini sólar á vatni, heiðskír himinn og rennandi …
Samblanda af endurskini sólar á vatni, heiðskír himinn og rennandi vatn skapar töfra. AFP

Töfrandi stund

„Þegar sólin sest frá nákvæmlega þessu sjónvarhorni, þá lýsir hún upp El Capitan. Þetta er blanda af endurskini sólarinnar á vatninu, heiðskírum himni og rennandi vatni. Ef þetta allt kemur saman, þá er þetta töfrandi stund,“ sagði Scott Gediman þjóðgarðsvörður í Yosemite. 

Miklir þurrkar hafa geisað í Kaliforníu undanfarin ár. Hefur það tekið sinn toll af fljótum og ám í ríkinu. Eftir mikið rigningaveður í upphafi árs er ástandið í ríkinu mun betra, og mikið vatn í ám. 

AFP
Ljósmyndarar flykkjast í Yosemite til að fylgjast með fossinum við …
Ljósmyndarar flykkjast í Yosemite til að fylgjast með fossinum við sólarlag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert