Milljónasti farþeginn flýgur frítt út ævina

Ikechi Chima Apakama, 32 ára Breta, var heldur betur komið …
Ikechi Chima Apakama, 32 ára Breta, var heldur betur komið á óvart í dag þegar ljóst var að hann væri milljónasti farþegi Play. Ljósmynd/Play

Ikechi Chima Apakama, 32 ára Breta, var held­ur bet­ur komið á óvart í dag þegar ljóst var að hann væri millj­ón­asti farþegi Play.

Ikechi flaug með Play frá Li­verpool til Íslands nú í morg­uns­árið en flugliðar Play höfðu til­kynnt farþegum um borð að um sér­stakt flug væri að ræða; millj­ón­asti farþegi fé­lags­ins væri um borð og það væri veisla í vænd­um í Kefla­vík.

Þegar farþegar gengu inn í flug­stöðina við lend­ingu, nú laust fyr­ir klukk­an tvö, kom í ljós hver hinn heppni væri. Í Kefla­vík var glæsi­leg veisla, farþegar fengu veg­leg­ar gjaf­ir og kræs­ing­ar og Apakama var komið á óvart með risa­stór­um flug­miða sem ger­ir hon­um kleift að fljúga frítt með Play eins mikið og hann vill – út æv­ina!

Það voru mikil hátíðarhöld á Keflavíkurflugvelli í dag þegar milljónasti …
Það voru mik­il hátíðar­höld á Kefla­vík­ur­flug­velli í dag þegar millj­ón­asti farþegi Play lenti. Ljós­mynd/​Play

Í keppn­is­ferð á Íslandi

Apakama ferðaðist til Íslands ásamt tveim­ur fé­lög­um sín­um sem vissu hvað væri í vænd­um og skemmtu sér kon­ung­lega yfir leynd­ar­mál­inu í aðdrag­anda ferðar­inn­ar. Til­gang­ur ferðar­inn­ar er keppni í am­er­ísk­um fót­bolta við Ein­herja, eina starf­andi íþrótta­fé­lagið í am­er­ísk­um fót­bolta á Íslandi.

Apakama og fé­lag­ar voru sótt­ir á flug­völl­inn á glæsi­leg­um og glæ­nýj­um Ca­dillac Escala­de. Á leiðinni til Reykja­vík­ur var nafn Apakama á stóru aug­lýs­inga­skilti þar sem hann er boðinn vel­kom­inn til Íslands.

„Ég vil nýta tæki­færið og þakka hverj­um og ein­um farþega sem hef­ur valið að fljúga með Play frá því við hóf­um starf­semi í júlí árið 2021. Að við höf­um nú flogið einni millj­ón farþega er risa­stór áfangi. Ég ef­ast ekki um að þetta sé stór dag­ur fyr­ir Apakama en þetta er enn stærri dag­ur fyr­ir okk­ur hjá Play,“ seg­ir Birg­ir Jóns­son, for­stjóri PLAY, í til­kynn­ingu.

Ljós­mynd/​Play
Ljós­mynd/​Play
Ljós­mynd/​Play
Ljós­mynd/​Play
Ljós­mynd/​Play
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert