Ferðablaðamaðurinn og rithöfundurinn Larry Olmsted segir að það sé eitt ferðaráð sem virkar bæði á hótel, veitingastaði og flugfélög. Fylgi maður þessu ráði þá er næsta víst að ferðalagið verði mun betra en ella.
Ráðið er einfalt – skelltu á og hringdu aftur. Fáðu að tala við einhvern annan.
Þau vilja vel en hafa hvorki reynslu né þekkingu til þess. Ef þau segja að eitthvað sé ekki hægt eru þau kannski að ljúga eða ekki. En oftast er einhver annar starfsmaður sem getur leyst málið. Í hverju fyrirtæki leynist einhver sem hefur meira vald en annar og getur tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka.“
„Auðvitað eru tilfelli sem ekki er hægt að leysa eins og til dæmis ef maður vill uppfærslu sem maður hefur ekki rétt á. Þá skiptir ekki máli hversu oft maður hringir. Hins vegar ef eðlisávísunin segir manni að eitthvað sé ekki rétt eða ef símtalið færist á einhvern sem skilur varla ensku þá er tímabært að þakka fyrir sig, skella á og hringja aftur.“
„Biðin eftir að einhver svari símanum getur verið löng og best er að hringja snemma að morgni eða á kvöldin. Það getur margborgað sig að gefa sér tíma í að lenda á rétta aðilanum.“
„Þetta getur átt við um margar aðstæður sem koma upp í lífinu, ekki bara hjá flugfélögum. Eitt sinn bað ég starfsmann á hóteli að panta fyrir okkur leigubíl. Hann hringdi eitt símtal og gaf okkur upp allt of hátt verð. Við ákváðum að bíða með að panta leigubíl og fá okkur kvöldverð. Eftir kvöldverðinn fórum við aftur að móttökuborðinu og lentum á öðrum starfsmanni. Hann hringdi fyrir okkur nokkur símtöl og samdi um mun lægra verð á leigubíl. Það eina sem við þurftum að gera var að reyna aftur.“