Tóku auka hring fyrir norðurljósasýningu

Flugmenn Easy Jet ákváðu að taka auka norðurljósahring í gærkvöldi.
Flugmenn Easy Jet ákváðu að taka auka norðurljósahring í gærkvöldi. Ljósmynd/Twitter/Adam Groves

Flugmaður Easy Jet tók 360 gráða beygju á leið frá Kefla­vík til Manchester á Bretlandi í gær­kvöldi til að sýna farþegum norður­ljósa­sýn­ing­una sem skreytti him­in­inn í gær­kvöldi. 

Líkt og mbl.is greindi frá var ákaf­lega góð norður­ljósa­spá fyr­ir gær­kvöldið, eða svo­kallaður „kon­fekt­kassi“ norður­ljósa eins og Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur orðaði það í um­fjöll­un sinni á Bliku. 

Bón­orð og norður­ljós

BBC grein­ir frá hring Easy Jet og hef­ur eft­ir farþegum að sýn­ing­in hafi verið kynn­gi­mögnuð.

Rætt er við Adam Groves, farþegar um borð, sem hafði eytt fjög­urra daga ferð sinni á Íslandi í leit að norður­ljós­un­um ásamt Jasmine Mapp. Parið fann eng­in norður­ljós fyrr en á heim­leiðinni, en Groves nýtti tæki­færið á Íslandi og bað Mapp, sem sagði já.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert