Tóku auka hring fyrir norðurljósasýningu

Flugmenn Easy Jet ákváðu að taka auka norðurljósahring í gærkvöldi.
Flugmenn Easy Jet ákváðu að taka auka norðurljósahring í gærkvöldi. Ljósmynd/Twitter/Adam Groves

Flugmaður Easy Jet tók 360 gráða beygju á leið frá Keflavík til Manchester á Bretlandi í gærkvöldi til að sýna farþegum norðurljósasýninguna sem skreytti himininn í gærkvöldi. 

Líkt og mbl.is greindi frá var ákaflega góð norðurljósaspá fyrir gærkvöldið, eða svokallaður „konfektkassi“ norðurljósa eins og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur orðaði það í umfjöllun sinni á Bliku. 

Bónorð og norðurljós

BBC greinir frá hring Easy Jet og hefur eftir farþegum að sýningin hafi verið kynngimögnuð.

Rætt er við Adam Groves, farþegar um borð, sem hafði eytt fjögurra daga ferð sinni á Íslandi í leit að norðurljósunum ásamt Jasmine Mapp. Parið fann engin norðurljós fyrr en á heimleiðinni, en Groves nýtti tækifærið á Íslandi og bað Mapp, sem sagði já.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert