Flugmaður Easy Jet tók 360 gráða beygju á leið frá Keflavík til Manchester á Bretlandi í gærkvöldi til að sýna farþegum norðurljósasýninguna sem skreytti himininn í gærkvöldi.
Líkt og mbl.is greindi frá var ákaflega góð norðurljósaspá fyrir gærkvöldið, eða svokallaður „konfektkassi“ norðurljósa eins og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur orðaði það í umfjöllun sinni á Bliku.
BBC greinir frá hring Easy Jet og hefur eftir farþegum að sýningin hafi verið kynngimögnuð.
Rætt er við Adam Groves, farþegar um borð, sem hafði eytt fjögurra daga ferð sinni á Íslandi í leit að norðurljósunum ásamt Jasmine Mapp. Parið fann engin norðurljós fyrr en á heimleiðinni, en Groves nýtti tækifærið á Íslandi og bað Mapp, sem sagði já.
Big thanks to the @easyJet pilot of EZY1806 from Reykjavik to Manchester who did a 360 fly by mid flight to make sure all passengers could see the incredible Northern Lights 🤩 pic.twitter.com/A4CHi9Hqgo
— Adam Groves (@APTGroves) February 27, 2023