Aftur mjótt á munum í Boston

Flugvél United Airlines.
Flugvél United Airlines. AFP

Vængir tveggja véla United Airlines skullu saman þegar önnur þeirra var dregin frá landganginum á Logan-flugvelli í Boston í Bandaríkjunum í gærmorgun. Þetta var í annað sinn á rúmlega viku sem litlu mátti muna að illa færi á flugvellinum. 

Atvikið átti sér laust fyrir klukkan níu að morgni en önnur vélanna var á leið til Newark-flugvallar en hin á leið til Denver. 

Engan sakað um borð að sögn talsmanns United Airlines en áreksturinn varð þess valdur að skipta þurfti um vélar. Gekk það vel fyrir sig og fengu farþegar farmiða seinna um daginn með félaginu. 

Nú þegar rannsakar Flugmálastofnun Bandaríkjanna (FAA) atvik sem varð á flugvellinum mánudaginn 27. febrúar þegar tvær vélar skullu nærri saman á vellinum. Vél frá flug­fé­lag­inu Jet­Blue, sem kom frá Nashville, lenti þá á vellinum og komst rétt fram hjá vél af gerðinni Le­ar­jet sem fór af stað án þess að hafa fengið til þess leyfi frá flugumferðarstjórn á vellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka